|
Sala og uppsetning fiskabúra |
Þessi þáttur í starfsemi fyrirtækisins snýr að sölu og uppsetningu á fiskabúrum í fyrirtækjum og stofnunum.
Fiskabúrin frá Juwel eru sannkallaðar mublur sem lífga upp á nánasta umhverfi sitt og gleðja augu bæði ungra og þeirra sem eldri eru.
Við hjá Waterfront leggjum metnað í að setja upp falleg og skemmtileg fiskabúr í nánu samstarfi við viðskiptavini okkar.
Starfsfólk fyrirtækisins hefur áratuga reynslu af meðferð og umhirðu fiska ásamt uppsetningu fiskabúra.
Fyrsta skrefið er að hafa samband við okkur. Í framhaldi komum við og kynnum betur það sem við höfum að bjóða ásamt
því að koma með tilmæli um heppilega staðsetningu sem og innihald í samráði við kaupanda. Þessi hluti þjónustu okkar
er öllum að kostnaðarlausu. Í framhaldi af þessu komum við með allt sem til þarf og setjum upp herlegheitin.
|

 |
|
|